Writing
Musician








































Flug

Einn ég stend og tíminn líður hjá,
nakin sál undir himnana blá;
freknaðri björtum blikandi stjörnum,
sem skína bjartar frá brautum torförnum.


Skrýdd silfri og gljáa dumbrauðum,
þjóta hjá Mána, ský yfir auðum:
Ég vildi með þeim vera, svo hátt öllu yfir,
og líða álengar þangað sem þú lifir.


Með þeynum sem blíðlega blæs myndi stýra í
draumlegu landslagi ævintýra,
flygi ég norðan skýjanna fjalla,
flík himnanna fléttaði í skrúðsins mjalla.


Og nær þér myndi ég í nautnum fljúga,
og niður til þín sjónum mínum snúa;
og skíta á þig úr hæstu hæðum.

Skíta á þig.
Úr hæstu hæðum.
Back







































Draumsýn

Hve loginn fölnar, glóðin þrýtur
þýtt er myrkrið flýgur yfir svalt.
Kolin grána, skíman reyknum gýtur
og nú fyrst er mér kalt.

Því skjól og hlýju hvergi er að finna
og hjartans vetri linnir ei svo glatt.
Er hjarnið kalda býður manni ei minna
en miklar lygar og lítið eitt satt.

Í stórfengleik mig eitt sinn þekkti sólin
með mjúkar varir brostu augun blíð.
Á hverfandi stundu bíður kaldur mórinn,
hvert hvarfstu á braut, horfna tíð.

Að nú snúi aftur vorið er nú ósk mín,
er byrgist sýn mín köldum hríðarbyl,
Að kaldur vetur hafi aðeins verið draumsýn
sem aldrei verður aftur til.

Back







































Stormnótt.


Stormurinn kallar í myrkursins húmi og mig vekur um miðjar nætur.
Þegar brimið er svart og stjörnurnar myrkar, þær bæna í gegnum skýjin:

Þú drengur sem eitt sinn þig taldir heilan,
hver heldur þú að lykillinn sé?
Að í öldunar faðmi þér bíði svarið;
hvað það er að vera maður?

Hvín í trjánum og verkirnir kvelja, er kallar hver fruma á fró,
Vindurinn mæddar, tíminn líður, á morgun rís dagur - og þó?

Snarkar í eldi þíns brennandi vilja, þegar úti er allt svart?
Er svar við þeim þrautum sem þreyjar þú vakinn, er draumur í hverri þrá?

Er betra að játa sig sigraðan, fljóta á brott við sjávarins nið?
Sem storðin rístu á ný uppúr ösku,
- og siglir á gjöfulli mið.

Hald hug þínum heilum og hjartanu hraustu er þú knýrð þinna verka á vit.

Back